Silfur eftir harða keppni í 3.flokki á Íslandsmóti unglinga

IMG_4417
IMG_4417

Keppni lauk í 3.flokki á Íslandsmóti unglinga í gær.  Selfyssingar tefldu fram tveimur liðum í þeim flokki.  Annað liðið keppti í A-deild og átti þar í harðri keppni við lið Stjörnunnar sem hafði betur og uppskáru okkar stúlkur silfur.  Þessar stúlkur eru að mestum meirihluta á yngra ári í flokknum og má því segja að framtíðin sé björt.  Lið Selfoss 2 keppti B-deild og bætti sig um rúmlega heilan í samanlögðum stigum og enduðu í 7. sæti.  Flott hjá stelpunum sem einnig eru að meiri hluta á yngra ári í flokknum.  Keppnin heldur áfram í dag í yngri flokki drengja, 5. flokki stúlkna sem og 2. flokki stúlkna.  Má búast við skemmtilegri keppni í þessum flokkum.  Hægt er að fylgjast með úrslitum inná score.sporteventsystems.se

Silfurstúlkur Selfoss 1 í 3. flokki

Lið Selfoss 2