Símon Gestur með Íslandsmet

Lyftingar - Haustmót LSÍ karlar
Lyftingar - Haustmót LSÍ karlar

Haustmót Lyftingasambands Íslands fór fram með pompi og prakt hjá Lyftinganefnd Umf. Selfoss í húsnæði Crossfit Selfoss á laugardag. Vegna Covid-19 var mótið haldið með öðru sniði en vanalega og fórst Selfyssingum það afar vel úr hendi. Haustmót LSÍ er Sinclair-stigamót og gefin eru verðlaun fyrir þrjú hæstu Sinclair-stigin í karla og kvennaflokki.

Áhugi á ólymískum lyftingum hefur aukist gríðarlega í Árborg á seinustu misserum og alls voru ellefu keppendur sem tóku þátt frá Umf. Selfoss og þar af tveir á palli. Örn Davíðsson varð annar í karlaflokki og Símon Gestur Ragnarsson þriðji en auk þess setti hann nýtt Íslandsmet í aldursflokknum U23 þegar hann snaraði 121 kg.

Nánar er fjallað um mótið á vef LSÍ og þar má einnig finna öll úrslit mótsins

---

Selfyssingarnir Örn (t.v.) og Símon Gestur á verðlaunapalli um helgina.
Ljósmynd: LSÍ