Stjörnuleikur Selfyssinga

handbolti-perla-ruth-albertsdottir
handbolti-perla-ruth-albertsdottir

Selfoss vann hreint út sagt magnaðan sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í íþróttahúsi Vallaskóla í gær. Lokatölur í æsispennandi leik urðu 32:31 eftir að Stjarnan hafði leitt í hálfleik 17-18.

Úrslitin voru afar óvænt þar sem Stjörnunni var spáð 2. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Olís-deild kvenna. Selfossi var hins vegar spáð sjöunda og næstneðsta sætinu.

Perla Ruth Albertsdóttir með 10 mörk og Kristrún Steinþórsdóttir með 9 mörk voru markahæstar hjá Selfossi. Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoraði 4, Katla María Magnúsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2 og Þuríður Guðjónsdóttir 1. Viviann Petersen og Þórdís Erla Gunnarsdóttir vörðu samtals 12 bolta í leiknum.

Næsti leikur hjá stelpunum er á útivelli gegn Fjölni þriðjudaginn 19. september kl. 20:00.

---

Perla Ruth var markahæst í liði Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson