Stjörnusigur í Hleðsluhöllinni

Ragnar Jóhannsson
Ragnar Jóhannsson

Selfyssingar unnu eins marks sigur á Stjörnunni í gær í háspennuleik í Hleðsluhöllinni, 29-28. Þar með er liðið komið upp í 3. sæti Olísdeildar karla.

Strákarnir komu vel einbeittir til leiks þrátt fyrir að Guðmundur Hólmar hafi slasast í upphitun og gat því ekki tekið þátt í leiknum. Selfoss náðu góðu forskoti í byrjun leiks sem þeir létu ekki af hendi út hálfleikinn og þar sem staðan var 16-14. Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn betur og komust þeir yfir í 16-17 og reyndist það í eina skipti sem þeir komust yfir í leiknum. Selfyssingar svöruðu þó fyrir sig og náðu aftur vopnum sínum. Lokakaflinn var æsispennandi eins og oft vill verða í Hleðsluhöllinni. Stjarnan jafnaði leikinn í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Bæði lið náðu að skora sitt markið hvort en Ragnar Jóhannsson skoraði sigurmarkið þegar aðeins 8 sekúndur voru eftir á klukkunni. Stjarnan náði ekki að nýta lokasókn sína og lokatölur því 29-28.

Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 7, Hergeir Grímsson 6/2, Atli Ævar Ingólfsson 4, Magnús Öder Einarsson 4, Hannes Höskuldsson 4, Alexander Már Egan 3, Nökkvi Dan Elliðason 1.

Varin skot: Vilius Rasimas  17 (38%)

Næsti leikur hjá strákunum er gegn KA fyrir norðan, föstudaginn 5. mars.


Mynd: Ragnar Jóhannsson var atkvæðamestur í leiknum með 7 mörk.
Umf. Selfoss / SÁ