Sunnlendingar Íslandsmeistarar 11-14 ára

Frjálsar - HSK-Selfoss MÍ 11-14 ára (1)
Frjálsar - HSK-Selfoss MÍ 11-14 ára (1)

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokkum 11-14 ára var haldið um helgina á Sauðárkróki í ágætis veðri en töluverður vindur var þó báða dagana.

Í heildarstigakeppninni stóð lið HSK/Selfoss uppi sem Íslandsmeistari með 943 stig en næsta lið var með 680 stig. Liðið varð einnig hlutskarpast í flokkum 14 ára pilta og stúlkna, 13 ára pilta og 12 ára pilta. Sveitir 11 ára og 13 ára stúlkna urðu í öðru sæti í sínum flokki og 12 ára stelpurnar í fjórða sæti.

Mjög mikið var um bætingar hjá krökkunum en samtals voru 93 skráðar bætingar hjá hópnum en að auki hlupu þau mörg á góðum tíma í sprett- og grindahlaupum en vindur of mikill til að árangur sé löglegur og það sama gildir í langstökki.

Samtals vann liðið til 48 verðlauna, 19 Íslandsmeistaratitla, 13 silfurverðlauna og 16 bronsverðlauna. Of langt mál væri að telja alla verðlaunahafa upp en eftirfarandi urðu Íslandsmeistarar.

Þorvaldur Gauti Hafsteinssson
600 metra hlaup pilta 13 ára
1:47,24 mín

Oliver Jan Tomczyk
600 metra hlaup pilta 14 ára
1:46,08 mín

Veigar Þór Víðisson
80 metra grind (84 cm) pilta 14 ára
13,34 sek

Veigar Þór Víðisson
Hástökk pilta 14 ára
1,72 m

Veigar Þór Víðisson
Kúluvarp (4,0 kg) pilta 14 ára
11,21 m

Kormákur Hjalti Benediktsson
Hástökk pilta 11 ára
1,26 m

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson
Kúluvarp (3,0 kg) pilta 12 ára
9,99 m

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson
Spjótkast (400 gr) pilta 12 ára
31,84 m

Daníel Breki Elvarsson
Spjótkast (600 gr) pilta 14 ára
41,98 m

Ísold Assa Guðmundsdóttir
Hástökk stúlkna 13 ára
1,55 m

Helga Fjóla Erlendsdóttir
Hástökk Stúlkna 11 ára
1,37 m

Helga Fjóla Erlendsdóttir
Langstökk stúlkna 11 ára
4,27 m

Bryndís Embla Einarsdóttir
Kúluvarp (2,0 kg) stúlkna 11 ára
8,01 m

Bryndís Embla Einarsdóttir
Spjótkast (400 gr) stúlkna 11 ára
24,02 m

Álfrún Diljá Kristínardóttir
Kúluvarp (3,0 kg) stúlkna 14 ára
10,44 m

Sveitir HSK/Selfoss
4x100 metra boðhlaup pilta 13 ára
58,43 sek

4x100 metra boðhlaup pilta 14 ára
52,81 sek

4x100 metra boðhlaup pilta 12 ára
1:02,65 mín

4x100 metra boðhlaup stúlkna 14 ára
56,93 sek

Upplýsingar um öll úrslit mótsins má finna á Þór, mótaforriti Frjálsíþróttasambands Íslands.

Frábær árangur hjá krökkunum

þi

---

Á mynd með frétt er sigursveit HSK/Selfoss að loknu góðu móti á Sauðárkróki


Stúlkur 14 ára


Piltar 13 ára


Piltar 12 ára

Ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum Umf. Selfoss