Tap í hörkuleik gegn Fram

Katla María skoraði 9 mörk
Katla María skoraði 9 mörk

Stelpurnar töpuðu í æsispennandi leik gegn Fram í dag, 27-30. Leikurinn var annar heimaleikur stelpnanna í vetur í Olísdeildinni og gáfu þær allt í leikinn gegn ríkjandi Íslandsmeisturum.

Jafnt var með liðunum í byrjun leiks og eftir 10 mínútur var staðan 5-5. Áttu Fram stelpur þá góðan kafla og komust í 5-9. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur og eftir 20 mínútur var staðan 10-12. Staðan í hálfleik var svo 14-18.

Stelpurnar komu einbeittar til leiks í seinni hálfleik og spiluðu mjög vel, eftir 10 mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn niður í tvö mörk 19-21. Nær komust stelpurnar þó aldrei og Fram hélt leikinn út og enduðu á að sigra eins og áður sagði 27-30.

Stelpurnar eru því enn með 2 stig í 7. sætinu. Nú er komið smá hlé í deildinni vegna landsliðsverkefna. Næsti leikur Selfoss í Olísdeild kvenna verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum þann 12. nóvember

Mörk Selfoss: Roberta Stropé 11, Katla María Magnúsdóttir 9, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2 og Rakel Guðjónsdóttir 2.

Varin skot: Cornelia Hermansson 13 (30%)