Tap í hörkuleik í Mosfellsbæ

Tinna Sigurrós Traustadóttir
Tinna Sigurrós Traustadóttir

Stelpurnar töpuðu í kvöld fyrir sterku liði Aftureldingar í Grill 66 deildinni í Mosfellsbæ.  Virkilega góður leikur hjá Selfyssingum þrátt fyrir tap, 28-22.

Stelpurnar úr Mosfellsbæ hófu leikinn af meiri krafti og náðu strax frumkvæðinu, leiddu 4-1 eftir átta mínútur.  Selfyssingar héldu þó áfram og náðu að hlaupa með þar til þjálfari Aftureldingar tók leikhlé í stöðunni 7-5.  Þá juku heimakonur muninn í 4-5 mörk og stefndi í erfitt kvöld fyrir gestina.  Selfyssingar gerðu svo gott áhlaup síðustu mínútur hálfleiksins og gengu til búningsklefa með jafna stöðu, 12-12.  Leikurinn hélst nokkuð jafn og voru Selfyssingar komnir tveim mörkum yfir þegar tíu mínútur voru búnar af fyrri hálfleik, 15-17.  Mosfellingar tóku þá við sér og komust yfir tíu mínútum síðar, 22-20.  Selfyssingar fóru illa með færin á lokakaflanum og misstu leikinn frá sér, lokatölur 28-22.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 10/4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5/1, Agnes Sigurðardóttir 4, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Emilía Ýr Kjartansdóttir 1.

Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 5 (16%)

Næsti leikur stúlknanna er jafnframt síðasti heimaleikur þeirra í vetur, en hann fer fram kl. 13.30 á sunnudaginn þegar þær taka á móti U-liði Vals í Hleðsluhöllinni. 


Mynd: Stelpurnar úr Mosó átti í erfiðleikum með að stoppa Tinnu Sigurrós Traustadóttir í kvöld, en hún skorað 10 mörk.
Umf. Selfoss / SÁ