Teitur slær í gegn í Georgíu

Teitur Örn Einarsson frá Selfossi hefur heldur betur slegið í gegn með íslenska landsliðinu í handknattleik skipað leikmönnum 19 ára og yngri. Liðið tekur nú þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Georgíu. Teitur var markahæstur á mótinu eftir riðlakeppnina með 46 mörk í fimm leikjum. Annar Selfyssingur sem leikur með liðinu, Örn Österberg, og hefur hann staðið fyrir sínu á mótinu.

Fjallað var um Selfyssingana og aðra félaga þeirra í landsliðinu á vef DFS.

Ísland vann alla leiki sína í B-riðli og er komið í 16-liða úrslit þar sem liðið mætir Svíum á morgun.

---

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er markahæstur á HM U19.
Ljósmynd: HSÍ.