Thelma Björk með enn eitt HSK metið í sleggjukasti

IMG_1282
IMG_1282

Lokamót í undirbúningi frjálsíþróttafólks vegna Landsmóts UMFÍ fór fram á Selfossvelli í dag, 30. júní. Thelma Björk Einarsdóttir sló 5 daga gamalt HSK met sitt með 3. kg sleggju þegar hún kastaði sleggjunni 39,97 m og bætti gamla metið um 2,13 m. Á sama móti bætti Andrea Sól Marteinsdóttir sinn besta árangur í kúluvarpi um 5 cm þegar hún kastaði 10,52 m. Næst keppa þær stöllur á Landsmóti UMFÍ um næstu helgi.