Þóra skrifar undir nýjan samning

126403275_1738139846349059_3687853993824261847_o
126403275_1738139846349059_3687853993824261847_o

Þóra Jónsdóttir skrifaði í dag undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Þóra, sem er 22 ára miðjumaður, er uppalin hjá knattspyrnudeild Selfoss og spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2018. Hún hefur nú leikið 47 meistaraflokksleiki fyrir félagið, þar af 29 í efstu deild. Þóra hefur skorað eitt mark fyrir Selfoss - og líklega það mikilvægasta - sigurmarkið í úrslitaleik bikarkeppninnar 2019.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og ég er mjög ánægður með að Þóra ætli að taka slaginn með okkur næstu tvö árin. Hún er búin að taka miklum framförum síðustu tvö ár hér á Selfossi og er mjög mikilvægur hlekkur í okkar liði. Hún er öflugur liðsmaður sem gefur mikið af sér bæði innan vallar sem utan,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari meistaraflokks kvenna.