Þórdís vallarstjóri ársins – Selfossvöllur besti völlur landsins

Selfossvöllur - Þórdís
Selfossvöllur - Þórdís

Á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) sem haldinn var fyrir hálfum mánuði síðan voru kunngerð úrslit í vali á knattspyrnu- og golfvallastjóra ársins 2015.

Í flokki knattspyrnuvalla var Þórdís Rakel Hansen Smáradóttir, vallarstjóri á JÁVERK-vellinum á Selfossi valin vallarstjóri ársins. JÁVERK-völlurinn hefur verið einn allra besti völlur landsins undanfarin ár og á því varð engin breyting í sumar. Þórdís er virkilega vel að þessum verðlaunum komin ásamt öllu starfsfólki vallarins.

Nánar er greint frá á vefsíðu KSÍ.

---

Þórdís tók við verðlaunum úr hendi formanns SÍGÍ.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ