Tilnefningar til sérverðlauna HSK

hsk_rgb
hsk_rgb

Stjórn HSK hefur ákveðið að óska eftir tilnefningum til sérverðlauna, sem veitt verða á héraðsþingi HSK 14. mars nk.  Um er að ræða Foreldrastarfsbikar HSK og Unglingabikar HSK.

Aðildarfélög sambandsins og deildir þeirra geta fengið umrædd verðlaun fyrir öflugt foreldrastarf og/eða unglingastarf innan félags/deildar.

Ábendingar um öflugt foreldra og/eða unglingastarf innan félaga og deilda berist á netfangið hsk@hsk.is fyrir 2. febrúar nk.  Gott væri að fá nokkrar línur með tilnefningunni.