Tryggvi Sigurberg framlengir

Tryggvi Sigurberg Traustason hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára.

Tryggvi Sigurberg, sem er leikstjórnandi, hefur verið lykilmaður í meistaraflokki karla í vetur og var meðal annars valinn sóknarmaður ársins á lokahófi handknattleiksdeildarinnar.

Það verður gaman að fylgjast með Tryggva í ungu og spennandi liði meistaraflokks karla í Grill 66 deildinni á komandi tímabili.