Tvær góðar fyrirmyndir frá Selfossi

einstok_born_logo_959275429
einstok_born_logo_959275429

Tvær ungar íþróttakonur á Selfossi, þær Guðmunda Brynja Óladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu í sínum greinum. Þær eru á svipuðum aldri, Hrafnhildur Hanna fædd 1995 og Guðmunda Brynja í byrjun árs 1994. Guðmunda Brynja var fyrsti Selfyssingurinn til að spila landsleik í knttspyrnu með A-landsliði kvenna og á nú þegar fjóra landsleiki að baki. Hrafnhildur Hanna spilaði fyrsta A-landsleik sinn í handknattleik um daginn í Makedóníu. Hún hefur auk þess unnið Evrópumeistaratitil í hópfimleikum unglinga. Báðar hafa þær hlotið útnefningu sem íþróttamaður HSK og verið valdar sem íþróttakonur Umf. Selfoss. Gumma var auk þess valin íþróttakona Árborgar 2013. Í fyrra var Gumma útnefnd efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar og Hanna var útnefnd efnilegasti leikmaður N1-deildarinnar tímabilið 2012–2013.

Viðtal við Gummu og Hönnu birtist í jólablaði Dagskrárinnar og má lesa það í heild sinni á vefsvæðinu dfs.is.

---

Guðmunda Brynja Óladóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.
Ljósmynd: dfs.is/ög