Umf. Selfoss hefur alltaf verið mitt félag

logo_husasmidjan_1991471815
logo_husasmidjan_1991471815

Guðmundur Kr. Jónsson eða Mummi Jóns eins og hann er oftast kallaður hefur lifað og starfað innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar á áratugi. Hann hóf snemma að stunda íþróttir á Selfossi og þjálfaði m.a. frjálsar íþróttir í mörg ár. Hann hefur starfað sem sjálfboðaliði í hreyfingunni alla tíð og mikið komið að félagslegu hliðinni. Mummi var formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss í rúman áratug og formaður HSK í átta ár. Einnig sat hann í stjórn og varastjórn ÍSÍ í fjögur ár. Á þessu ári tók hann að sér formennsku í sínu gamla félagi Ungmennafélagi Selfoss.

Viðtal við Mumma Jóns birtist í jólablaði Dagskrárinnar og má lesa það í heild sinni á vefsvæðinu dfs.is.

---

Guðmundur Kr. Jónsson, formaður Ungmennafélags Selfoss.
Ljósmynd: dfs.is/ög