Unglingalandsmótið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina

unglingalandsmotsmerki_-_tomt1
unglingalandsmotsmerki_-_tomt1

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta er 19. unglingalandsmót UMFÍ og annað skiptið sem það er haldið í Borgarnesi.

Keppni hefst í dag, fimmtudaginn 28. júlí, og stendur mótið til sunnudagsins 31. júlí. Unglingalandsmótið er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og geta öll börn og ungmenni frá 11-18 ára tekið þátt í keppni.

Keppnisdagskrá liggur fyrir en keppt verður í körfubolta, knattspyrnu, frjálsíþróttum, mótokross, sundi, glímu, golfi, ólympískum lyftingum, hestaíþróttum, skák, skotfimi, fjallahjólreiðum, stafsetningu og upplestri. Boðið verður jafnframt upp á mikið af skemmtilegri afþreyingu og tónlist á hverju kvöldi.

Gert er ráð fyrir fjölda fólks í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Þegar Unglingalandsmót UMFÍ var haldið þar árið 2010 voru keppendur tæplega 1.700 og talið að um 15.000 manns hafi verið í bænum. Gert er ráð fyrir álíka fjölda í ár.

Sjáumst á unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.