Unglingamót HSK

hsk_rgb
hsk_rgb

Unglingamót HSK 15 - 22 ára utanhúss í frjálsíþróttum verður haldið á Selfossi miðvikudaginn  19. júlí og hefst kl 19:00.

Keppt verður í eftirtöldum greinum:
Stúlkur 15 ára: 100 m hlaup - 80 m gr. hlaup - 800 m hlaup - hástökk - langstökk - spjótkast  - kúluvarp
Stúlkur 16 – 17 ára: 100 m hlaup - 100 m gr. hlaup - 800 m hlaup - hástökk - langstökk - spjótkast  - kúluvarp
Stúlkur 18 – 19 ára: 100 m hlaup - 100 m gr. hlaup - 800 m hlaup - hástökk - langstökk - spjótkast  - kúluvarp
Stúlkur 20 – 22 ára: 100 m hlaup - 100 m gr. hlaup - 800 m hlaup - hástökk - langstökk - spjótkast  - kúluvarp - 4x100 m boðhlaup.
Piltar 15 ára: 100 m hlaup - 100 m gr. hlaup - 800 m hlaup - hástökk - langstökk -spjótkast – kúluvarp
Piltar 16 – 17ára: 100 m hlaup - 110 m gr. hlaup - 800 m hlaup - hástökk - langstökk -spjótkast – kúluvarp
Piltar 18 - 19 ára: 100 m hlaup - 110 m gr. hlaup - 800 m hlaup - hástökk - langstökk - spjótkast  - kúluvarp
Piltar 20 -22 ára: 100 m hlaup - 110 m gr. hlaup - 800 m hlaup - hástökk - langstökk -spjótkast – kúluvarp- 4x100m boðhlaup.

Fjöldi greina og keppnisréttur

Á unglingamótinu er heimilt að keppa í 5 greinum, auk boðhlaups.  Keppendum er ekki heimilt að keppa upp fyrir sig í aldri nema í þeim greinum sem ekki er boðið upp á í viðkomandi aldursflokki. Yngri en 15 ára geta ekki keppt til stiga á unglingamótunum. Gestaþátttaka er leyfð á mótinu en gestir þurfa að skrá sig til leiks áður en skráningarfrestur rennur út. Ekki verður hægt að nýskrá á staðnum.

Skráningar

Skráning fer fram á mótaforritinu Þór. Þjálfari eða forsvarsmaður hvers félags á að hafa aðgangsorð að síðunni. Skráningarfrestur er til kl. 24:00 þriðjudaginn 18. júlí. Mótshaldari áskilur sér rétt til breytinga á tímaseðli ef skráning gefur tilefni til. Skráningargjald er 900 kr. á keppanda.

Verðlaun og stigakeppni félaga

Þrír fyrstu í hverri grein fá verðlaunapening. Auk þess verða veitt stigaverðlaun fyrir stigahæsta félag. Sex fyrstu í hverri grein fá stig fyrir sitt félag. 1. sæti gefur 6 stig, 2. sæti 5 stig o.s.frv. Verði félög jöfn að stigum sigrar það félag sem fleiri sigurverara á á mótinu.