Upphitun fyrir Selfoss - Fjölnir

Á föstudaginn 26. Október klukkan 19:30 taka Selfyssingar á móti Fjölni í íþróttahúsinu við Vallaskóla.

Fjölnir hefur ekki byrjað tímabilið á besta veg og einungis náð í eitt stig gegn Fylki fyrr í vetur. Þeir mæta því líklega hungraðir til að sanna sig og stríða Selfyssingum. Fjölnir fengu nokkuð margar stráka frá Haukum á láni í vetur. Af þeim hefur Jónas Bragi staðið upp og skorað 27 mörk og er markahæstur þeirra. Í markinu eru svo Stefán Huldar sem er á láni frá Haukum og Akureyringurinn Arnar Sveinbjörnsson. En Fjölnis liðið er frekar ungt að árum og hafa þeir verið að byggja upp liðið á undanförnum árum.

 

 

Ljósmynd: sunnlenska.is/Björn Ingvarsson

Selfyssingar hafa byrjað tímabilið með miklum ágætum, tveir frábærir útisgrar á Gróttu og Víking, en á heimavelli hafa þeir einungis sigrað Fylki og tap gegn Stjörnunni. Það er því mikilvægt að koma heimavellinum sterkum inn og hala inn stigunum þar. Í byrjun móts hefur vörnin verið aðalmerki Selfyssinga enda einungis búnir að fá á sig 22 mörk að meðaltali í leik. Þar sem Atli Kristinsson og Ómar Helgason hafa staðið vaktina vel. Markaskorið hefur svo dreifst ágætlega en Einar Sverrisson er markahæstur með 23 mörk, næstur kemur Einar Pétur með 21 og þá Matthías Örn með 16 mörk. Hinsvegar þarf liðið að taka meira til sín sóknarlega, þar sem illa hefur gengið oft að brjóta niður varnir andstæðingana. Markvarsla Selfoss hefur verið í fínum höndum hingað til, þar sem Helgi og Sverrir hafa staðið vaktina.

Í fyrra voru liðin saman í 1.deildinni og voru fjórir leikir liðanna einstefna þar sem Selfoss sigraði þá alla og lentu aldrei í veseni með þá. Vonandi er þetta það sem koma skal í vetur.

Heimasíðan hvetur því alla Selfyssinga til að fjölmenna á pallana eins og þið hafið gert hingað til.