Upphitun fyrir Selfoss - Víkingur

Á föstudaginn 14. desember klukkan 19:30 tekur Selfoss á móti Víkingi. Þessi lið eru í hörkubaráttu í efri hluta deildarinnar og vann Selfoss góðan sigur 23-25 í seinasta leik þessara liða.

Víkingur hafa spilað ágætlega lengst af á mótinu. Það er ekki fyrr en í seinustu 2 leikjum sem þeir hafa tapað gegn Gróttu og ÍBV. Það má því segja að þeir séu í mjög svipaðari stöðu og Selfoss enda munar einungis 1 stigi á liðunum. Víkingur situr í 3 sæti með 13 stig. Það er Selfyssingurinn Atli Hjörvar Einarsson sem er markahæstur leikmanna Víkings með 45 mörk í 10 leikjum. Næst kemur svo Akureyringurinn Hlynur Elmar Matthíasson með 44 mörk í 10 leikjum. Gestur Jónsson er svo 3 markahæsti leikmaður þeirra með 32 mörk í 9 leikjum. Í markinu munu svo Halldór Rúnarsson og Bjarki Garðarsson standa vaktina. En fyrrum þjálfari og leikmaður Selfyssinga Sebastian Alexandersson mun ekki spila gegn Selfossi í vetur. Liðið er svo þjálfað af fyrrum landsliðsmanni Íslands Róbert Sighvatsson.

Gengi Víkings á tímabilinu: S-S-S-T-J-S-S-S-T-T

Selfoss liðið hefur vantað stöðugleika í vetur og gengið verið upp og niður. Liðið þarf að fara taka fleiri stig af toppliðunum og kjörið tækifæri til þess á föstudaginn. Þá getur liðið líka náð innbyrgðisviðureignum á Víking, sem getur verið mikilvægt í lok tímabilsins. Einar Sverrisson hefur borið upp sóknarleik Selfoss í vetur með 70 mörk í 10 leikjum. Næstur honum kemur Matthías Örn Halldórsson með 47 mörk í 10 leikjum. Hann er einnig gífurlega mikilvægur í varnarleik Selfyssinga. Það eru svo hornamennirnir Einar Pétur Péturssonar með 42 mark í 10 leikjum og Hörður Gunnar Bjarnarson með 41 mörk í 10 leikjum sem fylgja á eftir. Það er svo vonandi að Eyrabakka tröllið Ómar Vignir Helgason haldi Selfoss vörninni sterki saman. Í markinu stendur svo Helgi Hlynsson sem hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og honum til hjálpar er Sverrir Andrésson sem þarf að stíga betur upp.

Gengi Selfoss á tímabilinu : S-S-T-S-S-S-T-T-S-T

Það er von að Selfyssingar fjölmenni á þennan seinasta leik á árinu hjá mfl. karla. En það er að koma eins og hálfs mánaðar pása í n1- og 1 deildinni. Vegna HM í janúar.