Upphitun fyrir Valur - Selfoss N1-deild kvenna

Selfoss-valur
Selfoss-valur

Á þriðjudaginn 19. febrúar heimsækja Selfoss stelpur Val að Hlíðarenda klukkan 19:30. Fyrirfram er búist við öruggum sigri Val, en stelpurnar hafa strítt þeim í síðustu 2 leikjum. Sérstaklega í bikarnum þar sem þær voru yfir 14-13 í hálfleik. Þó að þær töpuðu á endanum 23-32.

Valur hefur verið óstöðvandi í N1-deild kvenna og eina tap þeirra kom gegn Stjörnunni á heimavelli. Annars hafa þær unnið 15 af 16 leikjum. Þær eru þó jafnar Fram á toppi deildarinnar með leik til góða. Lið vals er stjörnuprýtt og nánast landsliðskonur í hverri stöðu. Þær hafa hinsvegar ekki spilað leik síðan 8. febrúar þegar þær unnu Aftureldingu örugglega. Það er orðið nokkuð ljóst að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir mun ekki leika meira með þeim á næstunni. Sem er gífurlegt áfall fyrir Val, þær styrktu sig þó í janúar með  litháískan línumann Sonata Viunajte. Markahæst í Vals liðinu er vinstri hornamaðurinn Dagný Skúladóttir með 103 mörk í 15 leikjum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir er næst markahæst með 96 mörk í 16 leikjum. Þriðja markahæst er svo Þorgerður Anna Atladóttir með 85 mörk í 15 leikjum. Á milli stangana er svo landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir og henni til vara er Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir.

Gengi Vals á tímabilinu: S-S-S-S-S-S-S-S-S-S-S-S-S-T-S-S

Selfoss liðið hefur verið sprækt í vetur og góður sigur á laugardaginn gegn Fylki kom liðinu upp í 8 stig. Þær eru nú jafnar Haukum að stigum sem er frábær árangur. Sérstaklega þegar litið er á það hversu rótgróið lið Hauka er í þessari N1-deild kvenna. Næsta verkefni er þó gífurlega erfitt, leikur við Íslands-deildar og bikarmeistara Vals á útivelli. Stelpurnar þurfa að sýna sitt allra besta til að halda í við lið Vals. Þær unnu sér inn virðingu Vals liðsins í bikarnum þegar þær leiddu í hálfleik 14-13. Það er því augljóst að það verður ekkert vanmat í gangi á morgun. Í liði Selfoss er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst með 74 mörk í 13 leikjum. Næst markahæst er svo Carmen Palamariu með 69 mörk í 15 leikjum. Þriðja markahæst er Kristrún Steinþórsdóttir með 51 mörk í 15 leikjum. Liðið þarf svo á góðum leik frá markvörðum liðsins Áslaug Ýr Bragadóttir og Ásdís Björg Ingvarsdóttir.

Gengi Selfoss á tímabilinu: S-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-S-T-T-T-S

Á þriðjudagskvöldið verða bæði mfl. lið Selfoss að spila á sama tíma og því vonandi að fólk reyni að mæta á þann leik sem það getur.

Áfram Selfoss!

N1 deild kvenna 2013
Meistaraflokkur
Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig
1. Valur 16 15 0 1 528:325 203 30
2. Fram 17 15 0 2 514:343 171 30
3. ÍBV 16 11 1 4 425:345 80 23
4. HK 16 10 1 5 398:397 1 21
5. Stjarnan 17 10 0 7 457:414 43 20
6. FH 16 9 0 7 397:403 -6 18
7. Grótta 17 7 1 9 394:399 -5 15
8. Haukar 16 4 0 12 363:423 -60 8
9. Selfoss 16 4 0 12 336:409 -73 8
10. Afturelding 17 2 1 14 319:473 -154 5
11. Fylkir 16 1 0 15 278:478 -200 2