Úrslit í Brúarhlaupi Selfoss 2017

Frjálsar - Brúarhlaup 2017 (13)
Frjálsar - Brúarhlaup 2017 (13)

Brúarhlaup Selfoss 2017 fór fram laugardaginn 12. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Hlaupið fór afar vel fram og lék veðrið við hlaupara. Því miður var fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna heldur minni en undanfarin ár en góð þátttaka var í Sprotahlaupinu sem var fyrir alla krakka 8 ára og yngri.

Í 10 km hlaupi sigruðu Valur Þór Kristjánsson og Fríða Rún Þórðardóttir. Í 5 km hlaupi sigruðu Sigurjón Ernir Sturluson og Helga Guðný Elíasdóttir. Þá sigraði Dagur Fannar Einarsson í 2,8 km hlaupi karla og Jóhanna Elín Halldórsdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki.

Öll úrslit hlaupsins má finna á vefsíðunni Hlaup.is.

Í hjólreiðum bar Arnar Hlynur Ómarsson sigur úr bítum í karlaflokki og Katrín Ágústsdóttir í kvennaflokki.

HSK-met var sett í hlaupinu

Eitt HSK met var sett í hlaupinu en Magnús Jóhannsson, Frískum Flóamönnum, setti met í flokki 60-64 ára í 5 km götuhlaupi.

Magnús hljóp á 23:17 mín og stórbætti fimm ára gamalt HSK met Hannesar Stefánssonar, en metið var 26:15 mín.

Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem Magnús setur HSK met en hann skellti sér í 5 km hlaupið að þessu sinni í tilefni af 25 ára hlaupaferli sínum. Hans fyrsta keppnisgötuhlaup var 5 km Brúarhlaup árið 1992.

---

Ljósmyndir: Umf. Selfoss/GJ