Úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Í desember var úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands. Í heildina bárust 48 umsóknir að upphæð kr. 8.421.500. Stjórn sjóðsins úthlutaði 36 styrkjum að upphæð kr. 4.120.000. Á heimasíðu UMFÍ má sjá úthlutanir í desember 2013. Fjórar umsóknir frá Umf. Selfoss hlutu styrki samtals að upphæð kr. 350.000 en þau voru:

Aðalstjórn v/þjálfararáðstefnu í Árborg - kr. 100.000
Fimleikadeild v/þjálfaranámskeiðs FSÍ 1A - kr. 100.000
Frjálsíþróttadeild v/kynningar á frjálsum íþróttum í grunnskólum Árborgar - kr. 100.000
Knattspyrnudeild v/markmannsþjálfaranámskeiðs - kr. 50.000

Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári. Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmenna- og íþróttafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefna hreyfingarinnar.

Ungmennafélag Selfoss vill koma á framfæri góðum þökkum til UMFÍ fyrir styrkina.

Sjá nánar um styrkveitinguna á frétt á DFS.is.