1. vinningur afhentur

Fimmtudaginn 21. desember sl. var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar. Aðalvinningurinn, sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 3682 og fór sá vinningur alla leið til Grindavíkur. Það voru þau Ágúst Þór Ingólfsson og Kristín Elísabet Pálsdóttir sem áttu vinningsmiðan í ár. Miðann keyptu þau til styrktar barnabarni sínu Ingibjörgu Etnu Ingólfsdóttir leikmanni 6.flokks kvenna hjá Selfoss.

Á myndinni eru vinningshafarnir ásamt Ingbjörgu Etnu, Hauki Guðmundssyni (t.v) og Guðjóni Guðmundssyni (t.h) eigendum Árvirkjans.