13 HSK met sett í Brúarhlaupinu

Frjálsar Brúarhlaupið 230
Frjálsar Brúarhlaupið 230

Brúarhlaup Selfoss var haldið 8. ágúst sl. og voru hvorki meira né minna en þrettán HSK met sett þann daginn eins og fram kom í samantekt á vefsíðu HSK.

Lára Björk Pétursdóttir hljóp 5 km hlaup á 22;46 mín og setti  HSK met í sex flokkum, en árangur hennar er met  í 13, 14, 15, 16-17, 18-19 og 20-22 ára flokki stúlkna.

Ástþór Jón Tryggvason setti þrjú HSK met í 5 km hlaupi. Hann hljóp á 18;27 mín sem er met í 16-17 ára flokki og einnig í 18-19 og 20-22 ára flokki drengja.

Þorsteinn Magnússon setti HSK met í 5 km hlaupi í flokki 35-39 ára karla, en hann hljóp á 18;33 mín.

Sædís Íva Elíasdóttir bætti HSK metið í 5 km hlaupi í flokki 45-49 ára, en hún hljóp á 31;42 mín.

Þá bættu hjónin Sigmundur Stefánsson og Ingileif Auðunsdóttir HSK met sín í 10 km götuhlaupi í flokki 60-64 ára. Sigmundur hljóp á 42;21 mín og Ingileif var á 55;45 mín.

Heildarúrslit Brúarhlaupsins