Fríar sætaferðir á leik FH-Selfoss í Borgunarbikar karla

selfossFH
selfossFH

Knattspyrnudeild Selfoss ætlar að bjóða iðkendum og stuðningsmönnum upp á fríar sætaferðir í samvinnu við Guðmund Tyrfingsson á leik FH og Selfoss í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Rútur fara frá Tíbrá kl 17:30 á völlinn.

Selfyssingar ætla að eigna sér stúkuna í Kaplakrika og styðja við strákana okkar í þessum risaleik.

Skráning í sætaferðir fer fram í þessum viðburði, boða þátttöku í athugasemdum er nóg.

Allir undir 14 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Langar ekki öllum að upplifa alvöru bikarævintýri? :)

Hér er linkur á Facebook viðburð ferðarinar, endilega að skilja eftir athugasemd ef áhugi er fyrir að koma með. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda póst á ingirafn@umfs.is.