4. flokkur á Norden Cup

4. flokkur karla
4. flokkur karla
Á annan dag jóla hélt 4. flokkur karla yngri af stað til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem þeir taka þátt í Norden Cup 2025. En Norden Cup er mót þar sem flest bestu yngri flokka lið norðurlandanna mætast, að jafnaði mæta um 2000 keppendur á mótið.
 
Fulltrúar okkar eru verðugir fulltrúar fyrir Íslands hönd, en strákarnir urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar síðasta vetur, ásamt því að enda í 5. sæti á síðasta Norden Cup.
Þeir hefja leik á kl 16.00 á morgun þegar þeir mæta Halmstad. Eftir það eru svo tveir leikir á dag þar til strákarnir koma aftur heim á gamlársdag. Hægt er að kaupa aðgang að streymi að öllum leikjum á mótinu, en það kostar rúmar fjögur þúsund krónur. Hér að neðan er hlekkur á heimasíðu mótsins þar sem hægt er að fá aðgang að streymi og fylgjast með úrslitum og dagskrá:
Á sama tíma hélt U-18 ára karla landslið Íslands af stað til Merzig í Þýskalandi þar sem strákarnir munu taka þátt í Sparkassen Cup næstu daga. Þeir hefja einnig leik á morgun í leik gegn Slóveníu.
 
Selfoss á einn fulltrúa í liðinu, Ragnar Hilmarsson. En þetta er sama lið og hneppti gullið á Ólympíuhátið æskunnar í sumar. Það er líka hægt að kaupa aðgang að streymi á alla leiki á Sparkassen Cup og hér að neðan er hlekkur á heimasíðu mótsins:

Myndlýsing ekki til staðar.

U-18 ára landslið karla. Ragnar Hilmarsson er þriðji til vinstri í efsti röð.