4. flokkur yngri úr leik

4. flokkur karla yngri féll í gær úr leik á Íslandsmótinu þegar liðið mætti Gróttu í 8-liða úrslitum. Gróttumenn unnu 5 marka sigur á heimavelli eftir að hafa verið sterkari mestan hluta leiks. Tímabilið því búið hjá strákunum sem stóðu sig á köflum mjög vel í vetur, unnu t.d. 11 af 18 leikjum í deild og þar af seinustu fjóra leiki tímabilsins.

Jafnræði var upp í stöðuna 6-6 og hafði Selfoss í þeirri stöðu ekki nýtt nokkur afar góð marktækifæri. Grótta komst í 8-6 og var eins og allt líf væri úr Selfyssingum við það. Heimamenn bættu áfram við muninn og 12-8 í hálfleik.

Í seinni hálfleik náði Selfoss aldrei að búa til alvöru leik og landaði Grótta að lokum sigri.

Eins og aður segir hafa strákarnir lokið þátttöku í vetur á Íslandsmótinu. Það hefði verið gaman að sjá þá fara lengra en það vantaði því miður upp á bæði í vörn og sókn.