6. flokkur eldri vann annað mót vetrarins

Annað mót vetarins fór fram í 6. flokki Eldri (2001) um helgina .

Selfoss-1 vann 1. deildina með því að vinna alla fimm leiki sína. Selfoss hefur nú unnið bæði mótin sem hafa farið fram í þessum árgangi en alls eru fimm mót í vetur. Strákarnir léku mjög góðan bolta um helgina. Gaman var að sjá hve margir leikmenn spiluðu stór hlutverk í liðinu og er liðsheildin gríðarlega sterk.

Selfoss-2, sem fór upp um deild síðast, voru óheppnir að sigra ekki 3. deildina núna. Á fyrri leikdegi gerðu þeir tvö jafntefli en unnu svo báða leiki sína á seinni degi. Svo sannarlega miklar framfarir hjá liðinu en eftir að hafa farið upp um deild seinast þá tapar liðið ekki leik á þessu móti.

Selfoss-3 er nær eingöngu skipað leikmönnum sem eru nýbyrjarðir að æfa. Þeir stóðu sig frábærlega og unnu tvo leiki og töpuðu tveimur. Flottur árangur hjá þessum strákum og eru þeir greinilega búnir að bæta sig mikið á þeim stutta tíma sem þeir hafa æft.

Áfram Selfoss