Æfingar falla niður

kerti
kerti

Æfingar meistaraflokka karla og kvenna í handbolta auk æfinga hjá 3. flokki kvenna og 2. flokki karla falla niður seinnipartinn í dag vegna jarðarfarar Einars Öder Magnússonar.

Fráfall Einars snertir marga innan Handknattleiksdeildarinnar en öll fjögur börn Einars heitins og Svönu æfa hjá deildinni. Sendum við þeim innilegar samúðarkveðjur og hlýja strauma á erfiðum tímum.

Stjórn og iðkendur Handknattleiksdeildar Selfoss