Alexander framlengir við Selfoss

Alexander Hrafnkelsson - júlí 2021
Alexander Hrafnkelsson - júlí 2021

Alexander Hrafnkelsson hefur framlengt samning sínum við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Alexander er ungur og efnilegur markmaður og hefur staðið sig gríðarlega vel bæði með meistaraflokki og U-liðinu síðastliðin tímabil.  Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð að Alexander skuli framlengja við liðið og verður gaman að fylgjast með honum og strákunum í Olísdeildinni í vetur.


Alexander Hrafnkelsson verður hluti af öflugu markmannsteymi Selfoss í vetur.
Umf. Selfoss / ÁÞG