Algjörir yfirburðir

Magdalena Anna Reimus
Magdalena Anna Reimus

Selfoss vann öruggan 1-3 útisigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.

Það voru Guðmunda Brynja Óladóttir, Magdalena Anna Reimus og Dagný Brynjarsdóttir (víti) sem skoruðu mörk Selfyssinga auk þess sem vítaspyrna frá Guðmundu var varin.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Með sigrinum endurheimtu Selfyssingar þriðja sæti deildarinnar, en liðið hefur nú 29 stig og er með tveggja stiga forskot á Þór í 4. sætinu. Í næsta leik sínum í deildinni tekur Selfoss á móti verðandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á JÁVERK-vellinum þriðjudaginn 1. september kl. 18:00.

Næsti leikur Selfossliðsins er hins vegar bikarúrslitaleikurinn gegn Stjörnunni á Laugardalsvellinum næstkomandi laugardag kl. 16:00.

---

Magdalena kom Selfyssingum til bjargar gegn Aftureldingu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Tomasz Kolodziejski