Andri Már með tvö HSK met

Andri Már Óskarsson, 11 ára, keppti á 2.Nike móti sem haldið var í Hafnarfirði 30.janúar.  Andri Már keppti í 1500m hlaupi og hljóp á tímanum 5:38,57mín sem er nýtt HSK met í flokki 11 ára. Árangurinn er jafnframt sá  fimmti besti á Íslandi frá upphafi í flokki 12 ára en Íslandsmet eru ekki skráð fyrr en í 12 ára flokki. Andri Már setti einnig HSK met í fimmtarþraut  í flokki 11 ára á Stórmóti ÍR sem haldið var fyrir stuttu. Andri Már halaði inn 4077 stig og bætti fyrra met Kristjáns Reynissonar um 1011 stig