Átta frá Selfossi í 35 manna landsliðshóp

Janus Ómar Haukur Elvar
Janus Ómar Haukur Elvar

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM í janúar. Reikna má með að 22-24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar en að lokum verða það 20 leikmenn sem fara til Egyptalands.

Í hópnum eru tveir leikmenn Selfoss, þeir Atli Ævar Ingólfsson og Guðmundur Hólmar Helgason. Einnig eru þar að auki sex Selfyssingar, þeir Elvar Örn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Guðmundur Árni Ólafsson, Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Teitur Örn Einarsson. 

35 manna hóp Guðmundar má sjá hér:

https://www.hsi.is/a-landslid-karla-35-manna-hopur-fyrir-hm/