Barbára valin í A-landsliðið í fyrsta sinn - Dagný og Anna Björk á sínum stað

landsliðsstelpur
landsliðsstelpur

Barbára Sól Gísladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, leikmenn Selfoss, eru allar í leikmannahópi A-landsliðs kvenna í knattspyrnu sem mætir Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM í september.

Þetta er í fyrsta skipti sem Barbára Sól er valin í kvennalandsliðið en hún hefur leikið 22 leiki fyrir U19 ára landsliðið, 8 leiki fyrir U17 og 4 leiki fyrir U16.

Anna Björk hefur leikið 43 A-landsleiki og Dagný 88 auk þess sem hún hefur skorað 26 mörk fyrir Ísland.

Leikirnir gegn Lettlandi og Svíþjóð eru í undankeppni EM 2022 og fara þeir báðir fram á Laugardalsvellinum. Ísland mætir Lettlandi kl. 18:00 fimmtudaginn 17. september og Svíþjóð kl. 18:00 þriðjudaginn 22. september.