Bílaleiga Akureyrar áfram styrktaraðili Selfoss

Bílaleiga Akureyrar - feb 2020
Bílaleiga Akureyrar - feb 2020

Bílaleiga Akureyrar - Höldur og handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en aðilarnir skrifuðu undir þriggja ára samning á dögunum.  Þetta eru frábær tíðindi enda hefur Bílaleiga Akureyrar verið einn af stærstu styrktaraðilum deildarinnar í gegnum tíðina. 


Mynd: Bjarmi Skarphéðinsson umboðsaðili Bílaleigu Akureyrar á Selfossi og Einar Sindri varaformaður handknattleiksdeildar innsigla samninginn.
Umf. Selfoss / ÁÞG