Boltinn byrjar að rúlla í kvöld

IMG_2936
IMG_2936

Handboltinn byrjar loksins að rúlla í kvöld eftir marga handboltalausa mánuði þegar Selfoss heimsækir sinn gamla þjálfara, Patrek Jóhannesson, í Garðabæ. Leikur  Selfoss og Stjörnunnar hefst kl 20:30 í TM-höllinni í Mýrinni. Núgildandi fjöldatakmarkanir segja að ekki megi fleiri en 200 áhorfendur mæta á leikinn. Því hvetjum við fólk til að næla sér í miða í forsölu sem fer fram í Ísbúð Garðabæjar eða mæta tímanlega í Mýrina.

Fyrir þau ykkar sem ekki næla í miða, þá er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport. Stuðningsfólkið sem mætir verður auðvitað í vínrauðu og styður strákana okkar af stað inn í nýtt tímabil. Þetta er að skella á - Áfram Selfoss!


Mynd: Tryggvi Þórisson verður í eldlínunni í kvöld.
Umf. Selfoss / IHH