Bónusmótið um helgina

Bónus lógó
Bónus lógó

Um helgina fer fram Bónusmótið í handbolta, en það er stærsta handboltamót á Íslandi. Mótið er fyrir iðkendur 7. flokks og eru þátttakendur um 850 á því. Mótið er tvískipt í stelpu- og strákamót. Stelpurnar hefja leik á föstudegi og strákarnir taka við á laugardeginum. Mótinu lýkur síðan á sunnudag. 

Einnig var í gær, sumardaginn fyrsta, Landsbankamótið haldið en það er 8. flokks mót. Þátttakendur á því móti voru um 500. Það er því í nógu að snúast þessa dagana, bæði hjá yngstu iðkendunum, meistaraflokkunum og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem koma að starfinu.