Brenniboltamóti frestað til 11. mars

Brenniboltar
Brenniboltar

Ákveðið hefur verið að fresta brenniboltamóti knattspyrnudeildar til föstudagsins 11. mars en nánari tímasetning kemur seinna inn.

Það eru enn nokkur pláss laus eftir á mótinu en þeim fer fækkandi með hverjum degi þannig ef þig langar að taka þátt þá hringir þú í Þorstein (773-8827) eða Richard (864-3994) sem allra fyrst.


Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.

Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl. Stórglæsileg verðlaun í boði og einnig heiðurinn að vera bestur í brennibolta á Suðurlandi. Sjoppa verður á staðnum og lifandi tónlist. Mótsgjald eru litlar 10.000 krónur á lið og eru sex manns í hverju liði.

Við skorum á þig að safna liði, mæta með stríðsmálningu í andlitinu og negla í fullt af fólki!