Budo Nord og Lugi júdóbúðirnar í Svíþjóð

Budo Nord 2014
Budo Nord 2014

Miðvikudaginn 28. maí fóru tíu júdókappar ásamt Þórdísi Mjöll Böðvarsdóttur fararstjóra og tveimur foreldrum á mót og æfingabúðir í Svíþjóð. Ferðin gekk eftir óskum og andinn í hópnum var ómetanlegur.

Á fimmtudeginum fór fram mótið Budo Nord cup. Budo nord er mótaröð í bardaga- og sjálfsvarnaíþróttum sem haldin er í öllum helstu bardagagreinum. Mótið gekk vel en enginn gulldrengjanna okkar frá Selfossi unnu til verðlauna á fimmtudeginum.

Á laugardeginum var haldið Kids cup eða mót fyrir 11-12 ára krakka. Þar var Selfoss með tvo keppendur og ein silfurverðlaun. Haukur Þór Ólafsson landaði silfurverðlaunum í fjögurra manna flokki með glæsbrag.

Lugi judo camp var á föstudegi til sunnudags og voru tvær æfingar á aldurshóp á dag, nema á sunnudeginum, þá var ein æfing með öllum aldurshópum. Margir þjálfarar eru á staðnum, enda eru árlega í kringum 600 þáttakendur á þessum æfingabúðum.

Ferðin var rosalega góð og græddu allir á henni ný brögð og glímu við nýtt fólk. Ekki hefði verið hægt að fara nema vegna þess hve fólk var viljugt að styrkja okkur. Sérstakar þakkir fá íbúar í Árborg og Hveragerði fyrir hlýjar og góðar móttökur þegar við gengum í hús í vetur að safna okkur fyrir ferðinni góðu.

þmb

---

Júdókappar Selfoss á leið til Svíþjóðar.
Mynd: Umf. Selfoss/Sigríður Pálsdóttir