Dagný og Matthew best hjá Selfoss

Lokahóf Gunnar Rafn
Lokahóf Gunnar Rafn

Glæsilegt lokahóf Knattspyrnudeildar Selfoss fór fram í Hvítahúsinu sl. laugardag þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir góða framistöðu leikmanna í sumar. Dagný Brynjarsdóttir og Matthew Whatley voru kjörin leikmenn ársins.

Á mynd með fréttinni er Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari meistaraflokka karla og kvenna en hann fór yfir sumarið í örstuttu máli.

Þrír einstaklingar voru heiðraðir fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar. Jósep Anton Skúlason og Tyrfingur Guðmundsson sem voru yfirsmiðir í nýju húsnæði knattspyrnudeildar og Jón Karl Jónsson myndatökumaður sem tók upp flesta leiki liðsins í sumar.

Félagi ársins er Gísli Rúnar Magnússon sem hefur verið fylgt liðunum undanfarin ár og tekið bæði myndir og myndbönd.

Hér fyrir neðan eru verðlaunahafar í meistaraflokkum og 2. flokki karla og kvenna.

Meistaraflokkur karla f.v. Óskar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar, Matthew Whatley leikmaður ársins, Arnar Logi Sveinsson efnilegasti leikmaður, Elton Barros Fufura markakóngur, Richard Sæþór Sigurðsson framfarabikar og Þorsteinn Magnússon stjórnarmaður í knattspyrnudeild.

Meistaraflokkur kvenna f.v. Svava Svavarsdóttir úr meistaraflokksráði, Dagný Brynjarsdóttir leikmaður ársins, Heiðdís Sigurjónsdóttir efnilegasti leikmaður, Guðmunda Brynja Óladóttir markadrottning, Eva Lind Elíasdóttir framfarabikar og Torfi Ragnar Sigurðsson úr meistaraflokksráði.

2. flokkur f.v. Sveinbjörn Másson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar, Arnar Logi Sveinsson leikmaður ársins, Friðný Fjóla Jónsdóttir leikmaður ársins, Gunnar Bjarni Oddsson markakóngur, Sigrún Erla Lárusdóttir markadrottning, Gylfi Dagur Leifsson framfarabikar, Eydís Arna Birgisdóttir framfarabikar og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.

Lokahóf mfl. karla Lokahóf mfl. kvenna Lokahóf 2. flokkur