Dagný til liðs við West Ham

Knattspyrna - Dagný Brynjarsdóttir í West-Ham
Knattspyrna - Dagný Brynjarsdóttir í West-Ham

Dagný Brynjarsdóttir er gengin til lið við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham en hún lék með Selfoss á síðasta tímabili.

Dagný er mikill stuðningsmaður West Ham og hefur hún stutt liðið frá blautu barnsbeini. Hún skrifar undir eins og hálfs árs samning við Lundúnarliðið sem leikur í efstu deild á Englandi.

Dagný hefur spilað 90 landsleiki fyrir Ísland og á hún að baki 170 leiki í íslenska boltanum. Hún hefur orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari þrisvar. Þessa titla vann hún með Val.

Dagný kannast vel við að spila erlendis en hún lék á m.a. með Bayern Munchen um tíma. „Það er draumur að rætast að koma til félags sem ég hef haldið með allt mitt líf. Það er búið að taka mjög vel á móti mér hér og mér líður eins og heima hjá mér," sagði Dagný við undirskriftina.

Ollie Harder, stjóri West Ham, sagði að hann sé mjög ánægður með að Dagný sé komin. Hann telur hana passa fullkomnlega í hópinn og segir að það sé mikill kostur að hún hafi verið stuðningsmaður liðsins lengi. Hún þekkir félagið og hefur ástríðu fyrir því.

---

Dagný í búningi West Ham.
Ljósmynd af vefsíðu West Ham