Dagur Fannar úr leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

dagur fannar Baku
dagur fannar Baku

Dagur Fannar Einarsson hefur lokið keppni á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Axerbaidjan 22.-27.júlí. Dagur Fannar keppti í langstökki í flokki 16-17 ára og stökk 6,24m og lenti í 18.sæti. Til að komast í úrslit hefði hann þurft að stökkva 6.83m en hann hefur lengst stokkið 6,51m á þessu ári.  Atrennan var aðeins að stríða honum í dag en flott í reynslubankann hjá þessum efnilega íþróttamanni.  Eva Maria Baldursdóttir keppir í hástökki á fimmtudaginn kl 9:40 og þarf hún að stökkva 1,81m eða vera á meðal 12 efstu til að komast í úrslit.