Danshelgi með Julie Bjørnskov

Julie með 1. flokki
Julie með 1. flokki

Dagana 25. - 27. janúar kom Julie Bjørnskov til okkar aftur en hún kom síðast til okkar í september og var þá með æfingabúðir fyrir elstu flokkana okkar og námskeið fyrir þjálfarana. Julie er einn besti dansþjálfari í hópfimleikaheiminum og er það mjög dýrmætt fyrir okkur að fá hana til okkar að miðla sinni þekkingu og reynslu. Um helgina var hún með æfingar fyrir 1. flokk og meistaraflokk en hún hefur einnig sinnt fjarþjálfun þessara flokka í vetur, til stuðnings við þjálfun Margrétar Lúðvígsdóttur sem sér um dansþjálfun hópanna. 

Við þökkum Julie kærlega fyrir komuna og hlökkum til áframhaldandi samstarfs :-)Julie með meistaraflokki