Elínborg Katla klár í slaginn

Elínborg Katla var einn af mikilvægu hlekkjum liðsins síðasta vetur og skoraði rúm þrjú mörk að meða…
Elínborg Katla var einn af mikilvægu hlekkjum liðsins síðasta vetur og skoraði rúm þrjú mörk að meðaltali í leik.

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við handknattleiksdeild Selfoss.

Þrátt fyrir ungan aldur er Elínborg Katla að hefja sinn fjórða vetur í meistaraflokki.  Á þeim tíma hefur hún unnið sig upp úr því að vera efnileg upp í að vera ein af markahæstu leikmönnum Selfoss þegar liðið sigraði Grill 66 deildina og tryggði sig í Olísdeildina síðasta vetur.

Það hefur verið gaman að fylgjast með Elínborgu takast á við aukna ábyrgð og vaxa með hlutverki sínu.  Við erum glöð að fá að sjá hana taka næstu skref sem hluti af gríðarlega spennandi liði Selfoss í Olísdeildinni í vetur.