Emelía Óskarsdóttir lánuð í Selfoss

Hér má sjá Emilíu fagna með liðsfélögum sínum.
Hér má sjá Emilíu fagna með liðsfélögum sínum.

Selfoss og Kristianstads DFF hafa komiust að samkomulagi um lán á Emelíu Óskarsdóttur fram á haust. 

Emelía er afar efnileg knattspyrnukona og er á leið með U19 ára landsliði Íslands í verkefni. Emelía er nýorðin sautján ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur kom hún við sögu í 15 deildarleikjum Kristianstad á síðasta tímabili. 

„Við erum ákaflega spennt fyrir því að fá Emelíu til liðs við okkur. Það er mikill heiður fyrir okkur á Selfossi að ein okkar efnilegasta knattspyrnukona sjái sér hag í því að koma á Selfoss til að halda áfram að þroska leik sinn og geta svo haldið áfram sínum atvinnumannadraumi. Það er gríðarlega spennandi fyrir okkur sem félag og mig sem þjálfara að fá að taka þátt í þessari vegferð hennar,“ segir Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss. 

Við bjóðum Emelíu hjartanlega velkomna á Selfoss og við hlökkum til að fylgjast með henni í sumar!