Endaslepptur fyrri hálfleikur

handbolti-perla-ruth-albertsdottir
handbolti-perla-ruth-albertsdottir

Selfoss tók á móti Stjörnunni í sjöttu umferð Olís-deildarinnar á laugardag.

Stjarnan byrjaði leikinn betur en Selfoss minnkaði muninn hægt og bítandi er leið á fyrri hálfleik og jafnaði í 10-10 þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá datt allur botn úr leik heimakvenna og var staðan í hálfleik 11-17 fyrir Stjörnuna.

Síðari hálfleikur varð aldrei spennandi þar sem gestirnir náðu m.a. tíu marka forystu er seinni hálfleikur var hálfnaður. Í lok leiks skildu sex mörk liðin, lokastaðan 23-29.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 10, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Dijana Radojevic og Carmen Palamariu 3, Margrét Katrín Jónsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir og Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 1 mark hver. Katrín Ósk Magnúsdóttir varði 10 skot í markinu.

Næsti leikur stelpnanna er á útivelli gegn Haukum laugardaginn 29. október kl. 14:00.

---

Perla Ruth Albertsdóttir átti góða spretti í leiknum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE