Eva María með silfur á ACC Championship

Eva María svífur yfir 1.80m í fyrstu tilraun
Eva María svífur yfir 1.80m í fyrstu tilraun

Eva María Baldursdóttir keppti þann 17.maí síðastliðinn á ACC Championship í frjálsíþróttum sem er árlegt mót sem haldið er af Atlantic Coast Conference (ACC), sem er íþróttadeild bandarískra háskóla.  Á mótinu kepptu íþróttamenn frá 18 háskólum innan ACC deildarinnar.  Eva María náði þeim frábæra árangri að vippa sér yfir 1.80m í fyrstu tilraun og ná sér í silfurverðlaun. Eva María átti síðan góðar tilraunir við 1.83m en hennar besti árangur utanhúss er 1.81m.  Eva María keppir fyrir Pittsburgh en stúlkan sem sigraði stökk yfir 1.86m og keppir fyrir Virginia.