Evrópumótið í hópfimleikum á RÚV

ruv-fimleikar-em-2016
ruv-fimleikar-em-2016

Eins og greint hefur verið frá eru átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss stödd í Maribor í Slóveníu um þessar mundir að keppa með landsliðum Íslands á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum.

Hægt er að fylgjast með okkar fólki í beinni útsendingu á vefmiðlunum mbl.is og visir.is sem sýna frá undankeppni á miðvikdag og fimmtudag og í sjónvarpinu hjá RÚV sem sýnir frá mótinu á föstudag og laugardag.

Við viljum minna á fjáröflunarverkefni fimleikasambandsins, bæði símastyrktarlínu fyrir einstaklinga og Vertu mEMm en þar skora fyrirtæki hvert á annað að styðja við bakið á landsliðunum. Nánari upplýsingar um verkefnin eru á heimasíðu Fimleikasambands Íslands.