Fimm marka sigur í Kaplakrika

Teitur Örn Einarsson
Teitur Örn Einarsson

Selfoss gerði sér lítið fyrir og sigraði FH með fimm mörkum, 29-34, þegar liðin mættustu í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var gríðarlega hraður og skemmtilegur og voru Selfyssingar einu marki yfir í hálfleik, 15-16. Í seinni hálfleik var Selfoss yfirleitt skrefi á undan og lönduðu að lokum fimm marka sigri, 29-34.

Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 10, Haukur Þrastarson 5, Hergeir Grímsson 5, Einar Sverrisson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Sverrir Pálsson 1, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1.

Varin skot: Helgi Hlynsson 10 (45%) og sölvi Ólafsson 4 (22%).

Eftir leiki kvöldsins er toppbaráttan í deildinni komin í hnút en ÍBV, Selfoss og FH hafa öll 32 stig fyrir lokaumferðina. ÍBV stendur best að vígi í innbyrðis viðureignum, verði liðin jöfn að stigum. ÍBV mætir Fram í lokaumferðinni, Selfoss mætir Víkingi og FH mætir Stjörnunni. Ef FH tapar sínum leik og Selfoss og ÍBV enda jöfn þá fara Selfyssingar uppfyrir Eyjamenn.

Selfoss á næst heimaleik gegn Víkingi á miðvikudaginn í lokaumferð Olísdeildarinnar. Leikurinn hefst kl 20:30 og hvetjum við alla Selfyssinga að mæta á leikinn!

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Mbl.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________

Mynd: Teitur Örn fór á kostum og skoraði 10 mörk í kvöld

Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.