Fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í motocross

Eric Máni Guðmundsson sigraði unglingaflokkin
Eric Máni Guðmundsson sigraði unglingaflokkin

Fimmta og síðasta umferð í Íslandsmótinu í motocross fór fram í bolaöldu þann 26. ágúst s.l. Aðstæður til keppni voru mjög erfiðar og krefjandi en mikil rigning og sterkar vindhviður settu mark sitt á keppnina.  Alls tóku um rúmlega 60 keppendur þátt í mótinu sem haldið var á vegum Vélhjólaklúbbsins VÍK .

Eric Máni sigraði unglingaflokkin og tryggði sér því Íslandsmeistartitilinn í flokknum annað árið í röð. Alexander Adam lenti í öðru sæti í flokknum MX2 eftir hörku baráttu við Eið Orra Pálmarsson. Alexander endaði því í  öðru sæti til Íslandsmeistara í flokknum MX2. Í kvennaflokk varð Ásta Petrea Hannesdóttir í þriðja sæti eftir daginn sem skilaði henni þriðja sæti í Íslandsmótinu eftir sumarið og er þetta hennar besti árangur hingað til. Nýliðinn Annel Adamsson tók þátt í sinni fyrstu motocross keppni í sumar og stóð sig ótrúlega vel við þessar krefjandi aðstæður sem voru þennan dag. Við vonumst til að sjá hann áfram á ráslínu. 

Við óskum öllum félagsmönnum og iðkenndum innilega til hamingju með árangur sumarsins.